22/11/2024

Nýtt fasteignamat

Svokölluð yfirfasteignamats-nefnd hefur nú ákveðið hækkanir á skráðu mati fasteigna á öllu landinu. Á Ströndum verða þær breytingar á mati fasteigna að atvinnuhúsnæði og lóðir undir það hækka ekkert, jarðir og húseignir á þeim (íbúðarhús og útihús) hækka um 5% og einnig hlunnindi. Íbúðarhús og lóðir á Drangsnesi og Borðeyri hækka um 10% og einnig sumarhús og sumarhúsalóðir. Loks hækka íbúðarhús og lóðir um 15% á Hólmavík. Fasteignamatið hefur m.a. áhrif á upphæð fasteignaskatts sem eigendur fasteigna greiða til sveitarfélaga.