Ferðaþjónustan í Reykjanesi við Djúp hefur opnað nýjan vef á vefsíðunni www.rnes.is. Þar er hægt að fræðast um Reykjanes og umhverfi, þá þjónustu sem fyrirtækið býður upp á og hvað er nýtt á döfinni. Síðustu árin hafa verulegar endurbætur verið gerðar á gistiaðstöðunni í Reykjanesi og áform eru uppi um áframhaldandi uppbyggingu. Nýr bátur kom til heimahafnar í Reykjanesi í síðustu viku, en Þórhallur Dan eigandi hans ætlar að bjóða upp á útsýnissiglingar og ferðir á sjóstöng frá Reykjanesi í sumar. Báturinn Sunna ÍS er Sómabátur og gengur um 20 sjómílur. Áhugasamir geta haft samband við Ferðaþjónustuna í Reykjanesi í s. 456-4844 eða rnes@rnes.is.
Myndir af vefnum www.rnes.is.