23/12/2024

Nýr trúnaðarmaður fatlaðra á Vestfjörðum

Á hverju starfssvæði málefna fatlaðra er starfandi svæðisráð sem er sjálfstætt og fjölskipað ráð.  Svæðisráð hefur eftirlit með því að á vegum Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, svo og sveitarfélaga, sé fötluðum veitt sú þjónusta sem samræmist markmiði laga um málefni fatlaðra. Svæðisráð skipar trúnaðarmann fatlaðra á sínu svæði og fer hann með réttindagæslu fatlaðra. Hlutverk trúnaðarmanns er  m.a. að gæta hagsmuna þeirra fötluðu sem búa á sambýlum, vistheimilum fyrir börn og áfangastöðum. Þann 1. september tók til starfa nýr trúnaðarmaður fatlaðra á Vestfjörðum.  Hún heitir Jóna Benediktsdóttir og símanúmer hennar er 893-2182.

Trúnaðarmaður upplýsir svæðisráð reglulega um störf sín og þau mál er honum berast ásamt afgreiðslu þeirra.