30/10/2024

Nýr snjómokstursbíll í Bæjarhrepp

Hannes Hilmarsson á Kolbeinsá sem hefur verið með snjómoksturinn, hálkuvarnirnar og vetrareftirlitið í Bæjarhreppi um nokkra ára skeið, hefur endurnýjað bílinn sem hann hefur notað við þetta. Nýi bíllinn er Ford F350 Pic-up dísel. Þetta er burðameiri bíll en sá sem hann var með fyrir og mun aflmeiri. Á þessum bíl er hann með saltdreifarann á pallinum, en dreifarinn sem hann var með áður var aftan í tengdur og mun seinvirkari á allan hátt. Hannes segir að mun meira hafa verið um hálkuvarnir seinustu vetur en áður var.

Hannes og nýi bíllinn – ljósm. Sveinn Karlsson

Hér er mynd af gamla bílnum í aksjón fyrir tæpu ári – ljósm. Sveinn Karlsson