22/12/2024

Nýr sjúkrabíll kominn til Hólmavíkur

Nýi sjúkrabíllinnNýr sjúkrabíl kom til Hólmavíkur í kvöld og leysir af hólmi gamla sjúkrabílinn sem fer til Húsavíkur. Nýi bíllinn sem er splunkunýr úr kassanum er af Ford Econoline gerð. Þetta er fyrsti bíllinn af svokölluðum Kanadabílum sem kemur til landsins, en Sjúkrabílasjóður sem rekur alla sjúkrabíla á landinu greiddi 7,5 milljónir fyrir hann. Hann er að öllu leyti eins og gamli bíllinn sem er ekki nema fjögurra ára gamall. Að sögn Gunnars Jónssonar sjúkraflutningsmanns veitir ekki af góðum bílum til sjúkraflutninga á vegleysum, eins og títt er um á Ströndum.

.
Gunnar Jónsson sjúkraflutningamaður ásamt nýja sjúkrabílnum. Öll tæki verða flutt úr eldri bílnum í þann nýja áður en hefur þjónustu fyrir Þingeyinga.