22/11/2024

Nýr prédikunarstóll vígður í Árneskirkju

Sunnudaginn 21. október næstkomandi verður vígður nýr prédikunarstóll við guðsþjónustu í Árneskirkju kl. 14:00. Prédikunarstóllinn er hannaður af Guðlaugi Gauta Jónsyni arktitekt sem einnig teiknaði Árneskirkju  og gefinn af  afkomendum hjónanna Jóns Guðlaugssonar frá Steinstúni og Aðalheiðar Magnúsdóttur. Sr. Guðni Þór Ólafsson prófastur mun prédika og þjóna í guðsþjónustunni ásamt sóknarpresti. Kristín Árnadóttir djákni á Borðeyri mun einnig taka þátt í athöfninni.

Við guðsþjónustuna verður einnig afhent ný útgáfa af Biblíunni, en föstudaginn 19. október, kom Biblían út í nýrri þýðingu og það er fyrsta heildarþýðing hennar sem út kemur á íslensku í heila öld.