05/11/2024

Ný vefsíða Háskólaseturs Vestfjarða

Háskólasetur Vestfjarða hefur nú opnað nýja og endurbætta vefsíðu. Vefsíðan er í vefumsjónarkerfinu Snerpil og er hún hönnuð af Ágústi Atlasyni, margmiðlunarhönnuði hjá Snerpu. Markmiðið með nýrri vefsíðu er að laga hana að breyttri starfsemi Háskólasetursins og að allar upplýsingar verði aðgengilegri og vefsíðan notendavænni. Mikið er framundan hjá Háskólasetrinu en í janúar 2008 hefst frumgreinanám og í september 2008 hefst meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun. Háskólasetrið er því smám saman að efla og auka starfsemi sína og því var nauðsynlegt að endurskoða heimasíðuna samhliða þessum breytingum. Vefsíðu Háskólaseturs Vestfjarða er að finna á slóðinni www.hsvest.is.