22/12/2024

Ný ríkisstjórn tekin til starfa

Björgunarhringur á GjögurbryggjuNý ríkisstjórn hefur tekið við stjórnartaumunum og er um að ræða minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs sem er varin falli af Framsóknarflokknum. Jóhanna Sigurðardóttir er forsætisráðherra í nýju stjórninni, en ráðherralista og ráðuneyti má sjá hér að neðan. Kynjahlutfall er jafnt í stjórninni og er það í fyrsta skipti í sögunni. Tveir ráðherrar eru utan þings. Málefnaskrá eða vinnuáætlun nýju stjórnarinnar má nálgast undir þessum tengli. Jafnframt er búið að samþykkja að gengið verður til alþingiskosninga laugardaginn 25. apríl næstkomandi.

Ráðherrar í nýju stjórninni eru:

Forsætisráðherra: Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylking 
Fjármála-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra: Steingrímur J. Sigfússon, VG 
Utanríkis- og iðnaðarráðherra: Össur Skarphéðinsson, Samfylking
Heilbrigðisráðherra: Ögmundur Jónasson, VG
Menntamálaráðherra: Katrín Jakobsdóttir, VG
Umhverfisráðherra: Kolbrún Halldórsdóttir, VG
Dóms- og kirkjumálaráðherra: Ragna Árnadóttir, utan þings 
Viðskiptaráðherra: Gylfi Magnússon, utan þings
Félagsmálaráðherra: Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Samfylking 
Samgönguráðherra: Kristján L. Möller, Samfylking

Guðbjartur Hannesson þingmaður Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi verður forseti Alþingis, en enginn þingmaður í því kjördæmi er með ráðherraembætti í nýju stjórninni.