22/12/2024

Ný póstkort af Ströndum

Ferðaþjónustan á Kirkjubóli hefur gefið út fjögur ný póstkort með myndum af Ströndum, æðarkollu á hreiðri, teistum í varpinu við áningastaðinn á Langatanga, fuglahræðum í Orrustutanga og ferðaþjónustubænum Kirkjubóli. Póstkortin eru gefin út í tengslum við vinnu að svokölluðu Æðarkolluverkefni í Orrustutanga við Kirkjuból sem hófst í vor og má fræðast um á vefnum www.strandir.saudfjarsetur.is/kollan. Ætlunin er að nota póstkortin við markvissa markaðssetningu á ferðaþjónustu á Ströndum á vorin og þá sérstaklega til að auka umferð og bæta nýtingu í maí og júní. Æðarkolluverkefnið sjálft er einnig liður í því. Kortin verða auk þess til sölu á Kirkjubóli og fleiri stöðum.