09/01/2025

Ný heimasíða Hólmadrangs

Þeim fjölgar sífellt fyrirtækjunum á Ströndum sem markaðssetja vöru sína eða þjónustu á vefnum og nú nýverið opnaði Hólmadrangur ehf. nýja heimasíðu. Hólmadrangur er rækjuvinnsla, staðsett á Hólmavík og hefur starfað síðan 1978. Hólmadrangur er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði og starfa um 20 starfsmenn hjá fyrirtækinu sem er stærsti vinnustaðurinn á Hólmavík. Eigendur fyrirtækisins Hólmadrangs eru Kaupfélag Steingrímsfjarðar og FISK Seafood hf með 50% eignarhlut hvort félag. Vefsíðan er á slóðinni www.holm.is.