Aðsend grein: Sveinn Kristinsson frá Dröngum
Þjóðina vantar nýja ríkisstjórn. Sú sem nú situr er þarf að víkja. Til þess verður Samfylkingin að eflast og verða baráttuaflið í nýrri sókn þjóðarinnar til velfarnaðar. Þess vegna þurfa frambjóðendur Samfylkingarinnar í næstu konsingum að ganga einbeittir og vígreifir til þess verks að velta ríkisstjórninni. Í þeim hildarleik þarf hugrekki og dugnað því óvinurinn er samansúrrað valdakerfi núverandi stjórnarflokka, kerfi sem treyst hefur verið í sessi með fjármunatengslum, eignatilfærslum og helmingaskiptum. Þetta hagsmunabandalag þarf að ráðast á því það situr yfir hlut landsmanna.
Gegn vaxandi launamun
Við höfum séð afleiðingar þessa kerfis birtast okkur svo skírt í misskiptingu lífsgæðanna.
Þar ekki einungis um að ræða stóraukinn launamun, heldur hefur vellauðug yfirstétt myndast í landinu á undanförnum árum. Við, þetta venjulega fólk tínum ekki gull upp af götu okkar. Hvaðan koma þá peningarnir til að fylla hendur þessa fólks? Auðvitað er gott ef fólki vegnar vel en jöfn skipting lífsgæðanna er grundvallaratriði og þar hefur hallað gífurlega á síðustu árin. Þá hefur ekkert gengið í jafna launamisréttið á milli kynja og tekjur fólks á landsbyggðinni hrapa með hverju árinu.
Landsbyggðin á sama rétt
Ætlar fólk að sætta sig við að landsbyggðin sé látin dragast upp? Ætlar fólk að sætta sig við að landsbyggðinni blæði, bæði í mannfjölda og tekjum? Ef fólk vill stöðva þessa öfugþróun verður það að skera upp herör. Landsbyggðin á rétt á því sama og þéttbýlið við Faxaflóann. Þar má enginn mismunur verða í lífskjörum. Sókn í menntunarmálum, samgöngumálum, atvinnumálum og samfélagsmálum almennt sem bætir búsetuskilyrði fólksins er nauðsynleg og Samfylkingin verður því að verða forystuaflið í næstu ríkisstjórn.
Af krafti og baráttugleði
Undirritaður býður sig fram í 1. sæti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Það geri ég vegna þess að mér blöskrar hvernig málum er komið í kjördæminu. Það geri ég vegna þess að ég tel að ég geti leitt flokkinn til sigurs. Ég geri það í krafti reynslu minnar, þekkingar á högum íbúanna, baráttugleði og löngunar til að takast á við ögrandi verkefni.
Til þess þarf ég stuðning í 1. sætið í prófkjörinu um helgina.
Sveinn Kristinsson
www.sveinnadrongum.is