22/12/2024

Nóg að gera í skemmtanalífinu

150-bjarni_omar_menningarhatidMikið er um að vera í skemmtanalífinu á Ströndum um helgina eins og flestar helgar. Í kvöld er árlegt þorrablót Hrútfirðinga í skólanum á Borðeyri og á Hólmavík stendur félagsmiðstöðin Ózon fyrir menningarkvöldi í Félagsheimilinu klukkan 20:00. Þar eru fjölmörg atriði til skemmtunar og er hátiðin opin öllum. Á sunnudag er svo skíðamót á vegum Skíðafélags Strandamanna í Selárdal, hefst það kl. 11:00.