22/12/2024

Nemendur Grunnskólans á sjónum

Smábátahöfnin á HólmavíkNemendur í 9. og 10. bekk Grunnskólans á Hólmavík fóru á dögunum í skemmtilega sjóferð með skólaskipinu Dröfn. Þar fengu þau að kynnast ýmsu um sjó og sjómennsku og einnig fræddi sjávarlíffræðingur sem er um borð þau um lífríki hafsins, hafstrauma og fleira. Krakkarnar gerðu einnig að fiski sem veiddur var í troll undir stjórn skipstjórans Gunnars Jóhannssonar sem einmitt frá Hólmavík.

Ferðir sem þessar eru frábær viðbót við kennslu í náttúrfræðum og margt og mikið má á þeim læra og af viðbrögðum krakkanna sást að dagurinn var þeim ógleymanlegur.