22/11/2024

Náttúra Vestfjarða og ferðamennska

Náttúra Árneshrepps er einna tilkomumest á Vestfjörðum. Frá Norðurfirði.Dagana 15. – 16. apríl nk. verður haldin ráðstefna á Ísafirði sem ber yfirskriftina Náttúra Vestfjarða og ferðamennska.  Þeir sem standa að þessari ráðstefnu eru:  Ferðamálasamtök Vestfjarða, Fjórðungssamband Vestfirðinga, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Náttúrustofa Vestfjarða. Eins og nafn ráðstefnunnar gefur til kynna verður þema hennar náttúra Vestfjarða og hvernig hægt sé að tengja hana ferðamennskunni á svæðinu þannig að hagsmunir ferðaþjónustuaðila og ferðamanna fari saman. 


Markmið ráðstefnunnar er að leitast við að svara mjög sértækum spurningum um náttúru og ferðamennsku, s.s. hvaða náttúrufyrirbæri eru á Vestfjörðum, hvar eru þau, hverjir vilja skoða þau, hvenær og hvað má það kosta. 

Um er að ræða tveggja daga ráðstefnu, frá hádegi á föstudegi og fram til kl. 16 á laugardegi.  Fyrirlesarar koma úr ýmsum áttum og munu fjalla um þetta málefni út frá mörgum sjónarhornum.  Fyrirlestrarnir ná yfir allt sviðið, s.s. ferðaþjónusta, ferðamennska, markaðssetning menning svæðisins, náttúruvísindi, rannsóknir, öryggi ferðamanna, aðgengi inn á svæðið og innan þess. 
Nánari upplýsingar um fyrirlesara, skráningu og fleiri hagnýtar upplýsingar má finna á eftirfarandi slóð: