22/12/2024

Námskeið um umferðarreglurnar í Leikskólanum Lækjarbrekku

HjóladagurBörnin í Leikskólanum Lækjarbrekku á Hólmavík fengu Hannes Leifsson lögreglumann í heimsókn á dögunum og rabbaði hann við þau um umferðarreglurnar. Ekki virtust þau nú hlusta mjög vel á allt sem lögreglan hafði við þau að segja, sýndist fréttaritara sem var á staðnum með myndavélina. Þetta var allt saman voðalega spennandi, þótt í huga barnanna snerist dagurinn greinilega mest um að sýna Hannesi hver væri mesti töffarinn og gæti hjólað hraðast. Börnin virtust auk þess öll hafa farið í klippingu og voru kát að sýna flottu hjólin sín.

bottom

frettamyndir/2008/580-hjoladagur2.jpg

Hjóladagur í Leikskólanum Lækjarbrekku – ljósm. Ásdís Jónsdóttir