22/12/2024

Námskeið í verðlagningu vöru og þjónustu

Námskeið í verðlagningu útflutningsvöru og þjónustu á vegum Útflutningsráðs í samvinnu við KPMG og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, sem vera átti síðastliðinn miðvikudag, verður haldið í Fræðslumiðstöð Vestfjarða miðvikudaginn 12. nóv. frá kl. 17-21. Námskeiðið mun fara fram í gegnum fjarfundabúnað á sama tíma í Þekkingarsetrinu Skor á Patreksfirði og Þróunarsetrinu á Hólmavík. Á  námskeiðinu verður fjallað um áhrif mismunandi aðferða á áætlaðan rekstrar- og efnahagsreikning. Lögð verður áhersla á að öll umfjöllun sé einföld og aðgengileg og mun allt efni og framsetning þess byggja á því að þátttakendur hafi fjölþættan bakgrunn og mismikla þekkingu á bókhaldi, rekstraráætlunum og ársreikningum.

Að loknu námskeiði ættu þátttakendur að vera betur undir það búnir að leggja raunsætt mat á hugmyndir sínar um verðlagningu og uppbyggingu þjónustuframboðs, hvað er hagkvæmt og hvað hlutirnir þurfa að kosta. Ferðaþjónustuaðilar eru sérstaklega hvattir til að nýta sér námskeiðið.

Námskeiðið er styrkt af Vaxtarsamningi Vestfjarða og er aðgangur ókeypis. Allar nánari upplýsingar gefur Ásgerður Þorleifsdóttir hjá Atvest í síma 450 3053. Mikilvægt er að fólk skrái sig á námskeiðið og fer skráning fram í síma 450 3053 eða á netfangið asgerdur@atvest.is.