23/12/2024

Nafn og vegnúmer á Arnkötludal?

Vegurinn um ArnkötluJónas Guðmundsson, formaður stjórnar Leiðar ehf., hefur sent Vegagerðinni fyrirspurnir um væntanlegan veg um Arnkötludal og Gautsdal. Spyr hann hvaða vegnúmer þessi nýi vegur fái og hvort hugsanlegt sé að hann verði hluti af Djúpvegi (nr. 61) sem nú nær frá Brú í Hrútafirði og vestur á firði. Einnig hvort númeri vegarins milli Hólmavíkur og Brúar verði þá breytt og hvort það hafi áhrif á þjónustu. Nýr vegur um Arnkötludal og Gautsdal heitir í framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar Tröllatunguvegur, en liggur þó hvergi um land Tröllatungu eins og nálægur vegur um Tröllatunguheiði. Þetta kom fram í Svæðisútvarpi Vestfjarða.

Spyr Jónas í bréfinu hvaða reglur eða sjónarmið gildi við ákvörðun eða val á nafni nýrra vega og vill að vegurinn fái nafnið Arnkötludalsvegur en ekki Tröllatunguvegur.