Fjölmenni var við formlega opnun vegarins um Arnkötludal í dag, heimamenn sitt hvoru megin heiðarinnar og gestir víða að. Kristján Möller samgönguráðherra mætti á svæðið og frammi á dalnum var klippt á borða og afhjúpaður skjöldur til minnis um að nú væri bundið slitlag milli norðanverðra Vestfjarða og Reykjavíkur. Hátíðinni var svo framhaldið í Félagsheimilinu á Hólmavík og enginn kreppubragur á veitingum sem Samgönguráðuneytið og Vegagerðin buðu gestum upp á. Allmargar ræður voru haldnar og almennur fögnuður sveif yfir vötnum á svæðinu yfir þessari miklu samgöngubót. Myndir segja meira en mörg orð.
Við formlega opnun vegarins um Arnkötludal – ljósm. Jón Jónsson