Á hverjum vetri er haldin íþróttahátíð á Hólmavík og eru það nemendur og kennarar við Grunnskólann á Hólmavík sem standa fyrir því uppátæki. Þar er áhersla lögð á leik fremur en keppni og skemmta foreldrar og börn sér prýðisvel saman í fjölbreyttum leikjum og hrúgast svo í sundlaugina á staðnum. Á dagskránni voru leikir eins og klósettleikur, badmintonruna, handbolti og trjónufótbolti, en í síðastnefndu greininni sem er vinsæl á Ströndum glímdu nemendur í 10. bekk við kennaraliðið.
Íþróttahátíð á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson