30/10/2024

Myndir frá Fjörudegi

FjörudagurÞað var líf og fjör á Fjörudegi Sauðfjárseturs á Ströndum í dag, en gengið var um Kirkjubólsfjöru undir leiðsögn Jóns Jónssonar í ágætis veðri þrátt fyrir smá kulda úr norðri seinnipartinn. Göngugarpar söfnuðu skeljum í gríð og erg, enda í harðri keppni um hver myndi finna stærstu skelina. Í fjörunni var fjöldinn allur af hreiðrum og ungar voru í óðaönn að skríða úr eggjum kríunnar sem lét öllum illum látum þegar göngufólk átti leið hjá. Í lok ferðarinnar varpaði Maríus Kárason á Hólmavík flöskuskeyti með lítilli kveðju frá hópnum á haf út eins og venjan er í gönguferðum um fjöruna. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var með í gönguferðinni og smellti af nokkrum myndum.

1

bottom

saudfjarsetur/fjorud2009b.jpg

saudfjarsetur/fjorud2009a.jpg

saudfjarsetur/fjorud2009d.jpg

saudfjarsetur/fjorud2009f.jpg

saudfjarsetur/fjorud2009g.jpg

saudfjarsetur/fjorud2009i.jpg

saudfjarsetur/fjorud2009k.jpg

Ljósm. Arnar S. Jónsson