22/12/2024

Mótvægisstyrkir til Vestfjarða

DrangsnesbryggjaEins og áður hefur komið fram hér á vefnum hefur verið gengið frá styrkveitingum vegna mótvægisaðgerða ríkistjórnarinnar á sviði ferðaþjónustu 2008 og 2009, en styrkirnir voru auglýstir í janúar s.l. og voru 160 milljónir króna til úthlutunar. Alls bárust 303 umsóknir og hlutu 77 verkefni styrk á bilinu 1-6 milljónir. Alls hlutu 20 verkefni á Vestfjörðum styrki, eins og sjá má í töflu hér að neðan. Við mat á umsóknum var m.a. tekið tillit til hlutfalls starfa í veiðum og vinnslu á viðkomandi svæði, fjölda tonna sem skerðast, gæða og mögulegs árangurs verkefna auk fjölda starfa sem þeim er ætlað að skapa.

Sjóræningjar ehf. (Patreksfjörður) – Sjóræningjahúsið á Vatneyri – 2.000.000.-
Látraröst  ehf. (Patreksfjörður) – Hafdjúpin heilla. Siglingar á bát með neðansjávarmyndavél – 3.000.000.-
ESG Veitingar ehf. (Tálknafjörður) – Sjávarréttir og fræðsla fyrir ferðamenn – 2.900.000.-
Félag áhugamanna um skrímslasetur (Bíldudalur) – Skrímslasetrið á Bíldudal – 5.000.000.-
Bía ehf. (Bíldudalur) – Muggssýning á Bíldudal – 1.000.000.-
Félag áhugamanna um víkingaverkefni á slóðum Gísla Súrssonar (Þingeyri) – Atvinnusköpun við menningartengda ferðaþjónustu – 6.000.000.-
Hlunnar ehf (Flateyri) – Nýting báts fyrir ferðamenn – 1.500.000.-    
Fiskvinnslan Íslandssaga (Suðureyri) – Ferðamenn og fiskur: Sjávarþorpið Suðureyri – 3.000.000.-
Hvíldarklettur ehf. (Suðureyri) – Þróun sjóstangveiði og gjafavara fyrir ferðamenn – 1.000.000.-
Handverksfólk á Vestfjörðum (Ísafjörður) – Færanlegur söluvagn með handverki – 1.000.000.-
Byggðasafn Vestfjarða (Ísafjörður) – Efling ferðaþjónustu, móttaka ferðamanna – 4.000.000.-
Flugalda ehf. (Ísafjörður) – Nýting báts fyrir ferðamenn – 2.000.000.-    
Vestursigling ehf. (Bolungarvík) – Uppbygging ferðaþjónustaklasa í Bolungarvík – 1.500.000.-    
Bolungarvíkurkaupstaður (Bolungarvík) – Móttaka ferðamanna – 2.500.000.-    
Bolungarvíkurkaupstaður (Bolungarvík) – Vistvæn ferðaþjónusta í Bolungarvík – 2.500.000.-
Melrakkasetur Íslands ehf. (Súðavík) – Sýning um íslenska melrakkann/samspil manns og refs í 100 ár –   3.500.000.-
Súðavíkurhreppur (Súðavík) – Eyrardalur Súðavík. Móttaka ferðamanna – 3.500.000.-
Sumarbyggð hf. (Súðavík) – Sjóstöng og gisting – 2.500.000.-
Félag áhugafólks um stofnun Grásleppu- og nytjaseturs Stranda á Drangsnesi (Drangsnes) – Efling ferðaþjónustu á Drangsnesi – 2.000.000.-
Valgeir Benediktsson (Árneshreppur) – Minja- og handverkshúsið Kört – 1.000.000.-

Engir styrkir komu til verkefna í Reykhólahreppi, Strandabyggð og Bæjarhreppi að þessu sinni.