{mosvideo xsrc="motocross1" align="right"}MotoCross félag Geislans á Hólmavík opnaði formlega keppnisbraut sína,
Skeljavíkurbraut, síðastliðinn laugardag. Af því tilefni var blásið til
opnunarmóts þar sem tóku þátt unnendur íþróttarinnar á öllu aldri. Í dag er eitt
ár síðan félagið var stofnað og frá því hafa liðsmenn þess afrekað að bygga 1200
metra langa braut sem er staðsett rétt neðan og ofan við flugvöllinn við
Hólmavík. Ennþá er unnið að framkvæmdum til að brautin verði lögleg keppnisbraut
en til þess vantar einungis 200 metra til viðbótar og er áformað að klára það
alveg á næstunni. Einnig er að finna sérstaka æfingarbraut fyrir börn á svæðinu.
Á milli 25-30 keppnishjól er að finna við Steingrímsfjörð og voru langflest þeirra mætt til
leiks við vígslu brautarinnar. Kvikmyndatökumaður strandir.saudfjarsetur.is mætti að
sjálfsögðu á svæðið og rifjaði upp gamla takta ásamt galdramanni af Ströndum sem
tók að sér að vígja brautina að hætti þeirrar stéttar. Heimasíða MotoCross félags
Geislans er á slóðinni www.123.is/strandir og þar verður hægt að nálgast úrslit
fyrstu keppnar félagsins og aðrar fréttir af starfinu.