30/10/2024

Mótmæla frestun háhraðanettenginga

Landbúnaðarráð Húnaþings vestra hefur skorað á samgönguráðherra og ríkisstjórn Íslands að staðið verði við gefin fyrirheit um uppsetningu háhraðanettenginga á landsbyggðinni. Ráðið bókaði á síðasta fundi að óviðunandi væri hve uppsetning hefur dregist þar sem núverandi tengingar eru með öllu óásættanlegar og verðlagning ekki í neinu samræmi við gæði þjónustunnar. Núverandi tengingar sem boðið er upp á víðast í dreifbýli í Húnaþingi vestra eru, samkvæmt bókuninni, ónothæfar þeim sem hyggjast stunda fjarnám eða nýta önnur tækifæri sem háhraðanettengingar bjóða uppá. Frá þessu segir á ruv.is.