22/12/2024

Mótadagskrá Héraðssambands Strandamanna


Nú er búið að birta mótadagskrá sumarsins hjá Héraðssambandi Strandasýslu (HSS), en hún var samþykkt á ársþingi HSS þann 6. maí síðastliðinn. Fyrsta mótið á dagskránni er nú um helgina 8.-10. júní en þá fer Landsmót 50 ára og eldri fram í Mosfellsbæ. Listi yfir önnur mót er birtur hér að neðan. Í október mun HSS síðan halda opinn fund um vetrarstarf sambandsins þar sem raðað verður niður vetrarmótum. Vefur HSS er á slóðinni www.123.is/hss.

Íþróttamót HSS í sumar:

16. júní – Kvennahlaup ÍSÍ og Sjóvá
29. júní – Polla- og pæjumót á sparkvellinum á Hólmavík
15. júlí – Héraðsmót í frjálsum á Sævangsvelli
3.-5. ágúst – Unglingalandsmót á Selfossi
18. ágúst – Barnamót HSS á Kollsárvelli
30. ágúst – Göngudagur fjölskyldunnar
Héraðsmót í golfi – dagsetning ákveðin síðar