22/12/2024

Mildi að ekki fór illa

Litlu mátti muna í gær þegar fjölskylda sem var á ferð í Ísafirðinum lenti í vatni á veginum með þeim afleiðingum að bíll þeirra snerist og stakkst síðan nánast á kaf í vatn fyrir ofan veginn. Fólkið sem var í bílnum, fjórir talsins, náðu að komast út af sjálfsdáðum, en voru að sjálfsögðu blaut og köld. Sem betur fer bar þar að flutningabíl mjög fljótlega sem gat bjargað fólkinu. Lögreglan á Hólmavík kom síðar á vettvang. Ökumenn eru hvattir til að fara varlega, ísing hefur nú myndast á veginum hér og þar á Ströndum.