30/10/2024

Mikil hálka á vegum

Á Hólmavík í gærHláka hefur verið á láglendi á Ströndum í dag, en svell eru víða á vegum og mjög mikil hálka er nú víða og því rétt að vara vegfarendur við. Flutningabíll fór út af veginum fremst í Staðardal í gær og valt, en hann var í fiskflutningum. Ekki hefur frést af óhöppum í dag, en víst er að færið er með versta móti vegna hálkunnar.