22/12/2024

Mikið af berjum á Ströndum

Mjög mikið virðist vera af berjum á Ströndum þetta árið og á það jafnt við um krækiber, bláber og aðalbláber. Er því vissara að hafa sæmilega berjadollu með í för ef menn skella sér á berjamó. Vonandi helst svo frostlaust fram eftir hausti þannig að hægt verði að týna eitthvað af öllum þessum berjum og borða þau, búa til sultu, saft og berjavín. Svipaðar fréttir um mikið af berjum heyrast víðar um land.