Hið árlega þorrabót Hólmvíkinga og nærsveitunga verður haldið laugardaginn 29. janúar næstkomandi í Félagsheimilinu á Hólmavík. Sú nýbreytni er tekin upp að þessu sinni að miðar eru seldir á mánudegi til að hægt sé að áætla fjölda gesta betur fyrir innkaupin á kræsingunum.
Miðasalan verður í Félagsheimilinu á Hólmavík, mánudaginn 24. janúar frá kl. 16:00-19:00. Miðaverðið er kr. 4.000.- og rétt er að benda á að ekki eru tekið við greiðslukortum. Nánari upplýsingar gefa María (692-8974), Elfa Björk (892-9589) og Margrét (895-1535).