02/11/2024

Mestum afla landað á Drangsnesi

Rækjuafli dregst saman á Hólmavík.Mestum afla er landað á Drangsnesi af þeim þrem löndunarhöfnum sem eru á Ströndum. Aukning á lönduðum fiskafla á Drangsnesi er 307 tonn á milli áranna 2003 og 2004. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofan hefur sent frá sér. Á Hólmavík dróst landaður sjávarafli saman um 280 tonn á sama tíma, en landaður afli í Norðurfirði stendur nokkuð í stað á milli ára, þó heldur sé þar aukning en hitt. Samtals 48 tonna aukning er á lönduðum sjávarafla á Ströndum á milli þessara tveggja ára.

Langmest aukning er á lönduðum ýsuafla, en þorskafli stendur nokkuð í stað. Það er áberandi að magn landaðrar rækju á Hólmavík hefur dregist saman um helming og það skýrir nokkuð samdráttinn við löndun sjávarafla á Hólmavík.

Í töflunni hér að neðan má sjá hvaða tegundir og magn sjávarafla var borinn á land á Ströndum tvö undanfarin ár.

Löndunartölur 2003-2004