22/12/2024

Menningarsamningur við Vestfirði

Þann 1. maí næstkomandi verður undirritaðir tveir menningarsamningar að Staðarflöt í Hrútafirði. Þar er um að ræða samningar milli menntamálaráðuneytis og samgönguráðuneytis annars vegar og sveitarfélaga á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra hins vegar um stuðning við menningarmál og menningartengda ferðaþjónustu á landsvæðunum. Það verður Anna Guðrún Edvardsdóttir formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga sem undirritar samninginn fyrir hönd Vestfirðinga. Menningarfélög og stofnanir á Vestfjörðum hafa lengi beðið eftir slíkum samningi, en drög að honum voru tilbúin árið 2003 og hafa í raun beðið undirritunar ríkisvaldsins síðan.

Áður hafa ráðuneytin gengið til samstarfs við sveitarfélög á Austurlandi og Vesturlandi með sambærilegum hætti, fyrir tveimur árum fyrir Vesturland og fyrir meira en fimm árum við Austurland.

Ekki kemur fram í fréttatilkynningu frá samtökum sveitarfélaganna hvaða fjármuni ráðuneytin leggja í menningarsamninginn við Vestfirði, en samkvæmt heimildum strandir.saudfjarsetur.is er þar um að ræða rúmlega 90 milljónir á þremur árum. Sérstakt menningarráð mun síðan væntanlega verða skipað á Vestfjörðum og mun það væntanlega ráð til sín starfsmann og sjá um að úthluta verkefnastyrkjum til fyrirtækja, félaga, stofnanna og einstaklinga.