22/11/2024

Matur og menning á suðursvæði Vestfjarða

Út er komin hjá Vestfirska
forlaginu bókin Matur og menning á suðursvæði Vestfjarða. Þar segir frá málþingi
um þetta efni sem háð var í Félagsheimili Patreksfjarðar 24. maí  2008. Bók
þessi sýnir svart á hvítu hluta hinnar miklu fjölbreytni sem er að finna í
náttúruauðlindum og menningu Vestfjarða. Fjöldi ljósmynda er í bókinni. Magnús Ólafs Hansson var aðal hvatamaður að málþinginu og útgáfu bókarinnar, en
fjöldi áhugafólks var honum til stuðnings eins og eftirfarandi efnisyfirlit
bókarinnar sýnir:


 
Erla Hafliðadóttir:
Svartfugl og
svartfuglsegg.
 
Anna Jensdóttir, Patreksfirði:
Hveitikökur – ómissandi
með kjötinu.
 
Skjöldur Pálmason:
Steinbítur – feitur og
fallegur.
 
María Óskarsdóttir, Patreksfirði:
Mataræði og aðbúnaður
sjómanna fyrr á tímum.
 
Alda Davíðsdóttir, Patreksfirði:
Sjóræningjar
á Vestfjörðum.
 
Úlfar Thoroddsen:
Náttúra og saga á sunnanverðum
Vestfjörðum – hefðbundin sýn.
 
Hlynur Þór Magnússon:
Hlunnindi
Breiðafjarðar og nýting þeirra.
 
Soffía M. Gústafsdóttir:
Hvalkjöt  –
steik sem bragð er að!
 
Hafsteinn Guðmundsson , Flatey á
Breiðafirði:
Selur – hollt og gott bjargráð.
 
Ragnar Guðmundsson á
Brjánslæk:
Sögustaðir og sérstakir viðburðir í
Vestur-Barðastrandarsýslu.
 
Hlynur Þór Magnússon:
Séra Björn í
Sauðlauksdal og kartöflurnar.
 
Guðbjartur Á. Ólafsson, fyrrv.
skólastjóri:
Iðnskólahald á Patreksfirði í 40 ár.
 
Þorvaldur
Friðriksson:
Skrímsli í sjó og vötnum.
 
Jón Kr. Ólafsson,
Bíldudal:
Tónlistin eflir sálina.
 
Böðvar Þórisson hjá Náttúrustofu
Vestfjarða:
Einstakt fuglalíf – fuglar í
Barðastrandarsýslum.
 
Hjörleifur Guðmundsson:
Sjómannadagurinn á
Patreksfirði.
 
Ragnar Guðmundsson á Brjánslæk:
Sagan endalausa.