22/12/2024

Margrét Eir með tónleika 1. apríl

Margrét Eir verður  með tónleika í Bragganum á Hólmavík
fimmtudaginn 1. apríl næstkomandi. Á prógramminu verða lög úr söngleikjum, þar
á meðal Cabaret, Les Misarable og Jesus Christ Superstar. Söngleikir
eru í rauninni sérsvið Margrétar, en þetta er þó í fyrsta skipt sem hún
heldur tónleika með slíkri tónlist og reyndar í fyrsta skipti í nokkuð langan tíma sem hún heldur tónleika.
Með Margréti Eir koma fram þeir Matti Kalli sem er finnskur harmónikku- og píanóleikari og
Ágúst Ólafsson baritónsöngvari. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og miðaverð er kr. 2.000.-