30/10/2024

Margir veðurtepptir í Djúpavík

Í fréttum Ríkisútvarpsins kemur fram að um 30 manns eru veðurtepptir í Djúpavík í Árneshreppi, en þeir höfðu dvalið þar yfir páskahátíðina. Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstjóri Hótel Djúpuvíkur, sagði í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins óljóst hvort vegurinn til Djúpuvíkur yrði ruddur í dag en það yrði þó gert í síðasta lagi á morgun. Mjög mikill munur er á snjó á norðanverðum og sunnanverðum Ströndum. Mjög lítill snjór er sunnan Hólmavíkur, en allnokkur í Bjarnarfirði og norðar. Skafrenningur er nú á heiðum og hálsum.