22/12/2024

Mánuður í sameiningarkosningar

Í dag er mánuður til kosninga um sameiningu sveitarfélaga víða um land, m.a. á Ströndum, og má því ætla að nú færist aukinn þungi í umræður og vangaveltur um sameiningartillögur. Hér á Ströndum á að kjósa þann 8. október um sameiningu Bæjarhrepps og Húnaþings vestra og er kynningarefni frá samstarfsnefnd þessara hreppa aðgengilegt á vefnum www.hunathing.is. Einnig hafa verið haldnir kynningarfundir á svæðinu. Hins vegar er kosið um sameiningu Broddaneshrepps, Hólmavíkurhrepps, Kaldrananeshrepps og Árneshrepps.  Engar fréttir hafa borist af kynningarefni eða fundum frá samstarfsnefndinni sem skipuð er af þeim hreppum.