22/11/2024

Málþing um Ólafsdal haldið í Búðardal

Á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl, verður haldið málþing í Búðardal undir yfirskriftinni Ólafsdalur, nýsköpunarsetur 21. aldar? Þar verður rætt vítt og breitt um framtíð Ólafsdals í Gilsfirði, þar sem Búnaðarskóli var rekinn í kringum aldamótin 1900. Bærinn hefur nýlega verið færður í hendur á félagi sem vinnur að uppbyggingu menningarseturs og ferðaþjónustu þar. Málþingið er haldið í Dalabúð, Búðardal kl. 13:00-17:30 í samvinnu við Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri. Það er öllum opið en æskilegt að skrá sig fyrirfram.

DAGSKRÁ:

13:00   Málþingið sett
Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Ólafsdalsfélagsins
13:15   Saga Ólafsdals
Árni Daníel Júlíusson, sagnfræðingur
13:45   Svartárkot, reynslusaga
Viðar Hreinsson, framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar
14:15   Matur og menning
Guðrún Hallgrímsdóttir, matvælaverkfræðingur
14:45   KAFFIHLÉ
15:15   Fornverkaskólinn
Bryndís Zöega, landfræðingur
15:45   Jarðræktarminjar í Ólafsdal
Bjarni Guðmundsson, prófessor og forstöðumaður Landbúnaðarsafns Íslands
16:15   Umræður um framtíð Ólafsdals
17:30   Málþingi slitið.

Aðgangur er ókeypis!
Bókanir hjá Rögnvaldi á rognv@hi.is eða síma 693 2915.