02/11/2024

Málþing um fjölmiðla á landsbyggðinni í Reykholti

Fréttatilkynning
Snorrastofa og Skessuhorn standa saman að málþingi á fjórtánda afmælisdegi Skessuhorns, laugardaginn 18. febrúar næstkomandi í Héraðsskólanum í Reykholti kl. 14-17. Málþingið hefur fengið yfirskriftina, Fjölmiðlar á landsbyggðinni. Hlutverk og staða. Á málþinginu flytja framsögur nokkrir einstaklingar sem hafa víðtæka þekkingu á málefninu og hafa látið þessi mál til sín taka. Að loknum erindum verða pallborðsumræður, þar sem gestum gefst færi á að spyrja og ræða málin. Allir eru velkomnir á málþingið.

Erindi sem flutt verða á málþinginu eru eftirfarandi:

Birgir Guðmundsson, dósent og  deildarformaður félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri
Staðbundin fjölmiðlun – lýðræði og lífsgæði

Þóroddur Bjarnason prófessor við Háskólann á Akureyri og stjórnarformaður Byggðastofnunar:
„Þú ert með einhvern svona derring“  Útvarp Reykjavík og almannarými landsbyggðanna

Áslaug Karen Jóhannsdóttir blaðamaður: 
Fjölmiðlar og unga fólkið

Jón Jónsson þjóðfræðingur, Kirkjubóli  á Ströndum: 
Svæðismiðlar, sjálfsmynd og ímynd

Ragnar Karlsson: sérfræðingur á Hagstofu Íslands og aðjúnkt í félagsfræði við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands
Fjölmiðlun utan Ártúnsbrekku: Staða fjölmiðla á landsbyggðinni

Gísli Einarsson fréttamaður RÚV: .
„Hljóð úr horni eða hljóð í horni?“

Dagskrárstjóri Magnús Magnússon ritstjóri Skessuhorns.