22/12/2024

Makalaus sambúð: Leikferð og lokasýning á Hólmavík

645-makalaus
Síðasta sýning Leikfélags Hólmavíkur á gamanleikritinu Makalaus sambúð sem haldin verður á Hómavík verður í kvöld, síðasta vetrardag og hefst kl. 20:00 í félagsheimilinu. Sýningum á verkinu er þó ekki lokið, því Leikfélag Hólmavíkur fer að venju með verkið í leikferð og framundan er sýning á Jörvagleði í Búðardal á föstudagskvöldið kl. 20:00. Einnig verður sýning á laugardagskvöldið í Bolungarvík og hefst hún á sama tíma.