21/11/2024

Mælir ekki með að stinga hönd í hákarlskjaft

Tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is ákvað að fræðast um hákarlaveiðar í dag og lagði leið sína í beitningaskúr Hilmis ST-1 vitandi að þar á bæ leggja menn stund á hákarlaveiðar. Þar varð Unnar Ragnarsson skipstjóri á Hólmavík til margra ára fyrir svörum um hvaða tól og beita er notuð til veiðanna og hvers helst er að gæta í samskiptum við þessi miku rándýr hafdjúpanna. Á næstu dögum mun birtast annað viðtal sem var tekið við karlana í skúrnum um vinnustaðinn og almennt slúður sjómanna og bryggjukarla á Hólmavík.