30/10/2024

Lýðveldisdagurinn í Árneshreppi

Ungmennafélagið Leifur heppni í Árneshreppi stóð fyrir sínu árlega víðavangshlaupi á 17. júní sem þreytt var í frekar leiðinlegu veðri þó menn létu það ekki á sig fá. Góð þátttaka var og veittir voru verðlaunapeningar fyrir fyrsta sæti í hverjum aldursflokki. Konurnar skoruðu síðan á karlana í reipitogi og sigruðu karlarnir, einnig var farið í belgjahopp milli karla og kvenna þar sem konur fóru með sigur að hólmi. Þessu lauk svo með dúndur knattspyrnu, þátttakendur þar voru á aldrinum 10 ára til 49 ára. Liðin skiptust þannig að íbúar norðan íþróttavallarins kepptu við íbúa sunnan hans. Sýndu margir sína bestu takta á vellinum. Sunnanmenn sigruðu en allir fóru þátttakendur sáttir, blautir og sveittir heim.