22/12/2024

Lundaveiði í Grímsey

Í mynni Steingrímsfjarðar stendur hin tignarlega eyja Grímsey. Í eyjunni er gríðarlega stór lundabyggð, sumir segja sú stærsta á Íslandi og jafnvel í Evrópu. Landeigendur að stærstum hluta Grímseyjar hafa ákveðið að gefa fólki kost á að veiða lundann á landi sínu í eyjunni, en það er einkum geldfuglinn sem er veiddur. Lundaveiði er sérstaklega skemmtileg, þar sem lundinn er veiddur í háf. Því reynir veiðin mjög á útsjónarsemi veiðimannsins. Veiðileyfi eru seld hjá Jóni Magnússyni í Bæ 1, sem einnig veitir nánari upplýsingar í síma 451-3221 og 854-9821.

Um Grímsey orti Ragnheiður Halldórsdóttir í Bæ á Selströnd svo, í fyrsta erindi af löngu kvæði um eyjuna:
 
Strandir munu flestum finnast
fremur skapa kjörin hörð
Grímseyjar þó mætti minnast
mest hún prýðir Steingrímsfjörð.
Ljósm. frá Bæ