04/11/2024

Löndunarbið á Drangsnesi

Það er merki um að vorið sé komið á Drangsnesi þegar grásleppuvertíðin er komin á fullt og þá er líf og fjör við Drangsnesbryggju. Bátarnir að koma að landi hver af öðrum og löndunarbið við kranann. Flestir eru að landa grásleppuhrognum, en þó ekki allir. Löndun gengur fljótt og vel þegar menn rétta hver öðrum hjálparhönd. Grásleppan, veiðin og góða veðrið er aðalumræðuefnið á bryggjunni þessa dagana.

Löndun

Það er verið að spá í aflann hjá Guðrúnu Petrínu. Margrét Bjarnadóttir, Ármann Halldórsson og Halldór Ármannsson.

Löndunarbið við Drangsnesbryggju

sjosokn/580-londunarbid6.jpg

Og fleiri að koma. Sundhani að koma að landi

sjosokn/580-londunarbid1.jpg

Jón Magnússon var að landa þorski og ýsu, enda á línu.

sjosokn/580-londunarbid3.jpg

Grásleppuhrognatunna komin á flug.

Verið að landa hrognum. Magnús Ásbjörnsson tekur á móti tunnum.

– Ljósm. Jenný Jensdóttir