26/12/2024

Lokasýning á Gott kvöld föstudagskvöld kl. 21:00

Fimmta og síðasta sýning Leikfélags Hólmavíkur á leikritinu Gott kvöld hefur verið færð til um klukkutíma vegna flugeldasýningar Björgunarsveitarinnar Dagrenningar. Leiksýningin hefst því kl. 21:00, föstudaginn 6. janúar, í félagsheimilinu á Hólmavík. Leikritið Gott kvöld sem er eftir Áslaugu Jónsdóttur, í leikstjórn Kristínar S. Einarsdóttur, var frumsýnt á milli jóla og nýars og hefur fengið góðar viðtökur. Þrátt fyrir að um sé að ræða barnaleikrit hafa áhorfendur á öllum aldri notið sýningarinnar. Sýningin tekur tæpan klukkutíma svo að áhorfendur á öllum aldri hafa þolinmæði til að sitja og njóta hennar allt til enda.

Miðapantanir eru í síma 847-4415. Í dag er aukasýning fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri og hefst hún klukkan 14:15 á vegum Foreldrafélaga Grunn- og Leikskólans á Hólmavík. Ef einhverjir sjá sér ekki fært að koma á sýninguna annað kvöld er velkomið að notfæra sér þessa aukasýningu.