22/12/2024

Lokað fyrir vatn í hverfinu á Hólmavík

Lokað verður fyrir vatnið í hverfinu á Hólmavík eftir hádegi í dag, frá kl. 13:00. Um er að ræða göturnar Lækjartún, Víkurtún, Miðtún, Austurtún, Höfðatún og Vesturtún. Ástæðan er bilun á inntaki við hús í Austurtúni, þannig að loka þarf fyrir vatnið á meðan viðgerð fer fram. Ef allt gengur vel varir lokunin aðeins stutta stund.