22/12/2024

Ljósmyndir frá 1976-77 í Íþróttamiðstöðinni

Haraldur Auðunsson eðlisfræðingur er nýr gestur Þjóðfræðistofu í Skelinni. Hann var kennari við Grunnskólann á Hólmavík 1976-1977 og heldur nú sýningu á ljósmyndum sínum frá þeim tíma. Sýningin opnar í íþróttamiðstöðinni á laugardaginn kl. 15 og er fólk hvatt til að merkja viðeigandi nöfn á myndirnar. Allir eru hjartanlega velkomnir. Haraldur hefur einnig staðið fyrir skemmtilegu eðlisfræðiverkefni fyrir 9. og 10. bekk Grunnskólans á Hólmavík á meðan dvöl hans stendur.