22/12/2024

Ljósmyndasýning Boga Leiknissonar í Djúpavík

Það er mikið um að vera í menningarlífinu í Djúpavík, en um helgina var opnuð ljósmyndasýning Boga Leiknissonar á Hótel Djúpavík. Myndirnar eru flestar frá Djúpavík og nágrenni. Bogi hefur hlotið viðurkenningu fyrir mjög góða ljósmyndun og hafa myndir hans vakið mikla athygli víða. Nýlega er lokið myndlistarsýningu Ómars Smára og Nínu Ivanovu á Hótel Djúpavík, en hún bar yfirskriftina Sýningin 25 og var nafnið til heiðurs Hótel Djúpavík sem á 25 ára starfsafmæli á þessu ári