22/12/2024

Ljósmyndaspjall í Skelinni og námskeið framundan

Tinna Schram í SkelinniÍ kvöld var ljósmyndaspjall í Skelinni á Hólmavík, þar sem Brian Berg ljósmyndari frá Danmörku og Tinna Schram ljósmyndanemi sýndu myndir sínar og verkefni og sögðu frá þeim. Þau ætla einnig að standa fyrir ljósmyndanámskeiði á Hólmavík fyrir börn á grunnskólaaldri milli jóla og nýárs og í janúar verður einnig námskeið fyrir fullorðna. Katla Kjartansdóttir tekur við skráningum á ljósmyndanámskeiðið fyrir hönd Þjóðfræðistofu í netfanginu katla@icef.is.

640-sk1 640-sk2 640-sk3 640-sk4

Ljósmyndaspjall í Skelinni á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson