26/12/2024

Litrófstónleikum frestað

Tónleikum þeirra Iris Kramer og Hrólfs Vagnssonar sem vera áttu í Hólmavíkukirkju á morgun, sunnudaginn 27. apríl kl. 16:00, hefur verið frestað af óviðráðanlegum ástæðum. Tónleikarnir eru hluti af verkefni sem nefnist Litróf og felur í sér tónleikahald þessara frábæru listamanna um alla Vestfirði. Tónleikar hafa þegar verið haldnir í mörgum þéttbýlisstöðum á svæðinu. Ekki er komin önnur dagsetning á tónleikahald á Hólmavík, en að líkindum má fræðast um hana hér á strandir.saudfjarsetur.is þegar að því kemur.