22/12/2024

Litlu jólin haldin í dag

Litlu jólin í Grunn- og Tónskólanum á Hólmavík eru haldin í dag í Félagsheimilinu á Hólmavík, fimmtudaginn 16. desember kl. 14:00. Á skemmtuninni sýna nemendur ýmis atriði og að því loknu verður dansað í kringum jólatréð. Allir eru velkomnir á Litlu jólin, foreldrar og forráðamenn og allir aðrir sem áhuga hafa. Á morgun, föstudaginn 17. desember, er síðan jólasamvera í Grunnskólanum á Hólmavík með umsjónarkennurum kl. 11.