23/12/2024

Litlu-jólin á Hólmavík

Litlu-jólin í Grunnskólanum á Hólmavík verða haldin í Félagsheimilinu á þriðjudaginn næsta, þann 20. desember, kl. 13:30-15:00. Þar eru allir velkomnir sem áhuga hafa. Bekkirnir sýna margvísleg skemmtiatriði og helgileikur verður þar á meðal að venju. Að atriðum loknum verður gengið í kringum jólatré og spilar súpergrúbban og stórsveitin Grunntónn undir göngunni að þessu sinni. Að kvöldi verður síðan jólaball fyrir 7.-10. bekk í Grunnskólanum.