22/12/2024

Litið var á að nýtt nafn væri bindandi

150-bitrufjordurStrandabyggð hlaut flest atkvæði í kosningum um nýtt nafn á sameinað sveitarfélag Hólmavíkurhrepps og Broddaneshrepps eins og kunnugt er. Nafnið hlaut 95 atkvæði, en nokkuð fleiri atkvæði voru auð og ógild, eða 117. Auðir og ógildir kjörseðlar náðu þó ekki helmingi atkvæða, enda hlaut nafnið Sveitarfélagið Strandir 38 atkvæði og nafnið Strandahreppur 29 atkvæði. Alls voru því 162 gild atkvæði. Að sögn Ásdísar Leifsdóttur, sveitarstjóra í Hólmavíkurhreppi, var litið svo á að kosningin væri bindandi. „Það er hins vegar nýrrar sveitarstjórnar að staðfesta breytinguna“, segir Ásdís.

Gera má því ráð fyrir að ný sveitarstjórn muni, með J-lista félagshyggjufólksins í meirihluta, staðfesta breytinguna bráðlega þrátt fyrir að stór hluti íbúa virðist ósáttir við nafnið. Á marga kjörseðla mun nafnið Hólmavíkurhreppur hafa verið skrifað, og á öðrum voru öll nöfn strikuð út. Þetta kemur fram á bb.is.